Grúsk er hugarfóstur lagahöfundarins Einars Oddssonar, unnið í samvinnu við Pétur Hjaltested upptökustjóra og ýmsa hljóðfæraleikara og söngvara. Hljómsveitina má rekja aftur til ársins 2006 en þá hófu Einar og Pétur upptökur á lögum Einars. Verkefnið þróaðist og í ágúst 2009 var fyrsta lagið „Góða skapið“ gefið út og stuttu síðar lagið „Til lífs á ný“. Frumraun Grúsks kom svo út í september 2011 og innihélt 11 lög. Tónleikar voru haldnir í október sama ár í Gaflaraleikhúsinu, Hafnarfirði, en það er í eina skiptið sem hljómsveitin hefur komið fram opinberlega. Eftir langt hlé hefur Grúsk nú vaknað til lífs á ný og er fyrirhugað að gefa út nýja plötu árið 2021. Tónlist og textar verða öll eftir Einar og sem fyrr mun Pétur / Hljóðsmiðjan sjá um upptökur og ýmsir vel valdir hljóðfæraleikarar og söngvarar um flutning.
Ný plata er væntanleg. Big Star er fyrsta lagið sem birt hefur verið af væntanlegri plötu.
Comments